Orrahólar 7

Verknúmer : BN018818

95. fundur 1999
Orrahólar 7, Reyndarteikn og br. skráning
Sótt er um breytingar á innra fyrirkomulagi og skráningu hússins nr. 7 við Orrahóla.
Gjald kr. 2.500
Afsal fyrir kjallaraíbúð dags. 29. september 1993 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa:
Hinn 24. febrúar 1977 samþykkti byggingarnefnd Reykjavíkur byggingu bílageymsluhúss á lóðinni nr. 7 við Orrahóla og var það í samræmi við skipulagsskilmála á svæðinu. Í húsinu og á þaki þess var gert ráð fyrir samtals 75 bílastæðum. Aldrei hefur verið lokið við byggingu bílageymslunnar og nú 22 árum síðar er aðeins búið að gera botnplötu og hluta veggja í kjallara og er frágangur þessa mannvirkis lítt til sóma.
Með vísan til 14. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 er lagt fyrir eigendur hússins húsfélagið að gera undirrituðum skriflega grein fyrir áformum húsfélagsins um byggingu bílgeymslunnar. En undirritaður mun leggja til við byggingarnefnd og borgarstjórn að gripið verði til dagsektarákvæða sbr. gr. 14.3 og 210 í fyrrnefndri byggingarreglugerð, til þess að knýja á um framkvæmdir.


88. fundur 1999
Orrahólar 7, Reyndarteikn og br. skráning
Sótt er um breytta skráningu hússins nr. 7 við Orrahóla.
Gjald kr. 2.500
Afsal fyrir kjallaraíbúð dags. 29. september 1993 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.