Laugarnesvegur 37

Verknúmer : BN018587

87. fundur 1999
Laugarnesvegur 37 , Áður gerð íbúð í kjallara og bílastæði
Sótt er um leyfi til fyrir áður gerðri íbúð í kjallara til hægri í húsinu á lóðinni nr. 37 við Laugarnesveg. Jafnframt er sótt um núverandi fyrirkomulag bílastæða á lóðinni.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 11. mars 1999, afsal dags. 12. maí 1997 og annað dags. 28. júlí 1992, ódagsettur hluti úr eignaskiptayfirlýsingu, samþykki meðeigenda áritað á teikningu og samþykki Auðar Bjargar Ingvarsdóttur ódags. og umsögn gatnamálastjóra dags. 30. mars 1999.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Ekki er fallist á að bílastæði verði fleiri en átta á lóðinni.


86. fundur 1999
Laugarnesvegur 37 , Áður gerð íbúð í kjallara og bílastæði
Sótt er um leyfi til fyrir áður gerðri íbúð í kjallara til hægri í húsinu á lóðinni nr. 37 við Laugarnesveg. Jafnframt er sótt um leyfi til að fjölga bílastæðum á lóð úr sjö í tíu.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 11. mars 1999, afsal dags. 12. maí 1997 og annað dags. 28. júlí 1992, ódagsettur hluti úr eignaskiptayfirlýsingu og samþykki Auðar Bjargar Ingvarsdóttur ódags.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar gatnamálastjóra vegna bílastæða.