Básbryggja 13-17

Verknúmer : BN018379

3467. fundur 1999
Básbryggja 13-17, Fjölbýlishús m. 12 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða fjölbýlishús, með tólf íbúðum og tveim innbyggðum bílageymslum, úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með járnplötum á lóðinni nr. 13-17 við Básbryggju.
Stærð: Hús nr.13 íbúð 1. hæð 236,9 ferm., 2. hæð 252,9 ferm., 3. hæð 243,8 ferm., milliloft 101,9 ferm., bílageymslur 21,3 ferm., samtals 856,8 ferm.,2435,6 rúmm., hús nr. 17 sömu stærðir , samtals á lóð 1713,6 ferm.,4871,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 121.780
Bréf frá Björgun dags. 25. febrúar 1999 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


3466. fundur 1999
Básbryggja 13-17, Fjölbýlishús m. 12 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða fjölbýlishús, með tólf íbúðum og fjórum innbyggðum bílageymslum, úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með járnplötum á lóðinni nr. 13-17 við Básbryggju.
Stærð: Hús nr.13 íbúð 1. hæð 219 ferm., 2. hæð 256,7 ferm., 3. hæð 247,8 ferm., milliloft 101,9 ferm., bílageymslur 43 ferm., samtals 868,2 ferm.,2456,5 rúmm., hús nr. 17 sömu stærðir , samtals á lóð 1736,4 ferm.,4913 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 122.825
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.