Hraunbær 102

Verknúmer : BN018051

121. fundur 2000
Hraunbær 102, Lokun á bílskýlum og undirgangi
Sótt er um leyfi, f.h. Húsfélagsins að Hraunbæ 102B, C, D og E, til þess að loka fyrir aðgengi óviðkomandi að undirgangi framan við bílskúra fjölbýlishússins, samþykki fyrir áður gerðri lokun bílskýla, fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð og fyrir breyttri skráningu hússins á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að fella niður kvöð á rými 01.02 í matshluta 05 .
Stærð: Áður gerð stækkun matshluta 06 (nr. 102B ) 106,1 ferm., matshluta 05 (nr. 102C) 151,5 ferm., matshluta 07 (nr. 102D) 110 ferm., matshluta 08 (nr. 102E) 110,2 ferm., samtals áður gerð stækkun 477,8 ferm., 1489,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 37.240
Bréf hönnuðar dags. 5. janúar 1999, samþykki meðlóðarhafa ódags., bréf eiganda rýmis 0102 með undirritun stjórnar húsfélagsins dags. 21. júní 2000 og útreikningar verkfræðings vegna eldhættu og loftræstingar kjallara dags. 30. júní 2000 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Byggingarleyfi verður ekki gefið út fyrr að afloknum kærufresti.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


106. fundur 1999
Hraunbær 102, Lokun á bílskýlum og undirgangi
Ofanritaður sækir um f.h, Húsfélagsins að Hraunbæ 102B, C, D og E um leyfi til þess að loka fyrir aðgengi óviðkomandi að undirgangi framan við bílskýli fjölbýlishússins á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð og breyttri skráningu hússins.
Gjald kr. 2.500
Bréf hönnuðar dags. 5. janúar 1999 og samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


81. fundur 1999
Hraunbær 102, Lokun á bílskýlum og undirgangi
Sótt er um leyfi til þess að loka fyrir aðgengi óviðkomandi að undirgangi framan við bílskýli fjölbýlishússins á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Gjald kr. 2.500
Bréf hönnuðar dags. 5. janúar 1999 og samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu.
Frestað.
Sækja skal um leyfi fyrir lokun bílskýla og öðrum breytingum í kjallara sem gerðar hafa verið frá síðustu samþykktu teikningum.


78. fundur 1998
Hraunbær 102, Lokun á bílskýlum og undirgangi
Spurt er hvort leyft verði að loka fyrir aðgengi að undirgangi framan við bílgeymslur fjölbýlishússins á lóðinni nr. 102 við Hraunbæ.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.