Kirkjustræti 12

Verknúmer : BN017916

3461. fundur 1998
Kirkjustræti 12, Þjónustuskáli (fsp)
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þjónustuskála með kjallara og tveimur hæðum, að mestu í samræmi við framlagðar forteikningar, við hlið Alþingishússins á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti.
Erindinu fylgir greinargerð hönnuða dags. 24. september 1998 og umsögn Árbæjarsafns dags. 6. nóvember 1998, bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 1998,bréf húsafriðunarnefndar dags. 5. nóvember 1998, bréf hönnuðar dags. 23. nóvember 1998, útskrift úr gerðarbók skipulags- og umferðarnefndar frá 23. nóv. 1998.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


3460. fundur 1998
Kirkjustræti 12, Þjónustuskáli (fsp)
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þjónustuskála með kjallara og tveimur hæðum, að mestu í samræmi við framlagðar forteikningar, við hlið Alþingishússins á lóðinni nr. 12 við Kirkjustræti.
Erindinu fylgir greinargerð hönnuða dags. 24. september 1998 og umsögn Árbæjarsafns dags. 6. nóvember 1998, bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 1998 og bréf húsafriðunarnefndar dags. 5. nóvember 1998.
Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að ræða við hönnuð.