Merkingar gatna

Verknúmer : BN017853

3459. fundur 1998
Merkingar gatna, Merkingar gatna
Lagt fram bréf Menningarmálanefndar Reykjavíkur dags. 12. október 1998 um myndmerkingar nokkura gatnaheita í Skólavörðuholti.
Byggingarnefnd leggur til að skipaður verði starfshópur til þess að gera tillögur til byggingarnefndar- og Menningamálanefndar um hvernig að málinu verði staðið.
Í starfshópnum verði einn fulltrúi frá hverjum eftirtaldra aðila, byggingarfulltrúa, Menningarmálanefnd, Borgarskipulagi, heilbrigðis- og umhverfisnefnd og borgarverkfræðingi.
Starfshópurinn skal jafnframt fjalla um þær hugmyndir sem fram hafa komið í byggingarnefnd um hverfamerkingar í borginni. Nánari lýsing á starfssviði starfshópsins verður sett í erindisbréfi.