Thorvaldssenstræti

Verknúmer : BN017777

3459. fundur 1998
Thorvaldssenstræti , Stöðuleyfi f. lestarvagn
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 24,5 m langan, 4,2 m háan og 3 m breiðan lestarvagn í Thorvaldsenstræti þrem metrum austan við hús Landssímans. Vagninn verður tengdur raf- og símakerfi og mun verða settur á staðinn eftir 1. nóvember 1998 og fjarlægður fyrir ágústlok 1999.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 20. október 1998, bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs dags. 14. júlí 1998, bréf Borgarskipulags með útskrift úr gerðarbók skipulags- og umferðarnefndar frá 29. júní 1998.
Synjað.
Byggingarnefnd er á móti staðsetningu vagnsins á Austurvelli og telur að hentugra væri að staðsetja vagninn t.d. á lóð norðan við biðstöð Strætisvagna í Hafnarstræti, við höfnina eða e.t.v. á bílastæði Alþingis við Tjarnargötu eða bílastæði Háskóla Íslands við Vonarstræti, enda komi samþykki lóðarhafa til.