Grjótháls 8

Verknúmer : BN017653

3465. fundur 1999
Grjótháls 8, Veltiskilti
Sótt er um leyfi til að reisa auglýsingaskilti með þrem breytilegum myndflötum (veltiskilti) á lóðinni nr. 8 við Grjótháls. Hver myndflötur er 26,9 ferm., heildarhæð skiltis er 8,2 m, og sérstaklega er vísað til kafla 9 í reglum um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir útprentun úr gerðarbók Skipulags- og umferðarnefndar 25. janúar 1999.
Synjað.
Bókun meirihluta byggingarnefndar:
Í grenndarkynningu hafa komið fram ítarleg mótmæli þeirra nágranna sem hagsmuna eiga að gæta. Með vísan til þeirra getur meirihluti byggingarnefndar ekki mælt með undanþágu sbr. gr. 9.1.1 í skiltareglum Reykjavíkur og synjar því erindinu.
Hilmar Guðlaugsson sat hjá og óskaði bókað: Að hann telji að byggingarnefnd hefði átt að samþykkja erindið með vísan til jafnræðis, en mörg svipuð skilti hafa verið samþykkt á undanförnum árum með undanþágu frá skiltareglugerð.
Gunnar L. Gissurarson sat hjá.


3458. fundur 1998
Grjótháls 8, Veltiskilti
Sótt er um leyfi til að reisa auglýsingaskilti með þrem breytilegum myndflötum (veltiskilti) á lóðinni nr. 8 við Grjótháls. Hver myndflötur er 26,9 ferm. og heildarhæð skiltis er 8,2 m, og sérstaklega er vísað til kafla 9 í reglum um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til grenndarkynningar.