Fjölnisvegur 16

Verknúmer : BN017546

3456. fundur 1998
Fjölnisvegur 16, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Sigríðar Ásgeirsdóttur dags. 27. ágúst s.l., og bréf byggingarfulltrúa dags. 31. ágúst vegna stöðvunar framkvæmda við bílskúr á lóðinni nr. 16 við Fjölnisveg.
Jafnframt lögð fram bréf eigenda 1. hæðar, kjallara og bílskúrs dags. 10. júní 1998 og 8. september 1998.
Byggingarnefnd samþykkir stöðvun framkvæmda frá 31. ágúst 1998 við bílskúr á lóðinni. Jafnframt gerir nefndin eftirfarandi bókun:
Eigendur bílskúrs á lóðinni skulu sækja um leyfi fyrir framkvæmdum í bílskúrnum. Frestur til þess að leggja fram umsókn ásamt viðeigandi gögnum sbr. 11. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 er gefinn til 21. október n.k.
Um árabil eða frá 1993 hafa staðið yfir deilur milli eigenda í húsinu.
Á fundi byggingarnefndar hinn 28. ágúst 1997 samþykkti byggingarnefnd að gefa eigendum Fjölnisvegar 16 frest til 1. október 1997 til þess að rífa óleyfissólskála á lóðinni. Sigríður Ásgeirsdóttir sem telur sig eiganda sólskálans óskaði þá eftir því að fá að leggja fram byggingarleyfisumsókn fyrir skálanum ásamt uppdráttum sem sýna eiga eignaskipti í húsinu.
Slík umsókn hefur verið lögð fram en ekki hlotið samþykki byggingarnefndar þar sem samþykki meðeigenda skortir. Byggingarnefnd samþykkir hér með að gefa eigendum hússins frest til 21. október n.k. til þess að setja niður deilur sínar. Að öðrum kosti mun nefndin beita þeim ákvæðum er fram koma í 56. gr. og 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 vegna allra þeirra deiluatriða sem uppi eru þ.e. niðurrifs á sólskála/sólskýlis endurgerðar þeirra húshluta og girðinga sem skortir hafa verið.
Vegna málsins er eigendum með skírskotan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gefin frestur til 21. október til þess að tjá sig um málið sem tekið verður til afgreiðslu á fundi nefndarinnar þann 29. október 1998.