Bakkastaðir 163

Verknúmer : BN017511

3459. fundur 1998
Bakkastaðir 163, 2.h. fjölbýlishús m. 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og einnar hæðar steinsteyptu bílgeymslu- og geymsluhúsi á lóðinni nr. 163 við Bakkastaði.
Jafnframt er sótt um leyfi til að númeri lóðarinnar verði breytt í nr. 163, 163A og 163B.
Stærð: Matshluti 01 1. hæð 346,9 ferm., 2. hæð 339,3 ferm., samtals 686,2 ferm., 2051,2 rúmm., matshluti 02 bílgeymsla 54 ferm., geymslur 18,9 ferm., samtals 72,9 ferm., 235,1 rúmm.
Gjald kr. 2.500 +57.158
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar dags. 12. október 1998 og umsögn Borgarskipulags dags. 8. október fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


3456. fundur 1998
Bakkastaðir 163, 2.h. fjölbýlishús m. 6 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og einnar hæðar steinsteypt bílgeymslu- og geymsluhús á lóðinni nr. 163 við Bakkastaði.
Jafnframt er sótt um leyfi til að númeri lóðarinnar verði breytt í nr. 163, 163A og 163B.
Stærð: Matshluti 01 1. hæð 342,4 ferm., 2. hæð 335,5 ferm., samtals 677,9 ferm., 2144,4 rúmm., matshluti 02 1. hæð 72,8 ferm., 234,9 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 59.483
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.