Ljósavík 21-25

Verknúmer : BN017493

3456. fundur 1998
Ljósavík 21-25, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu, með sex íbúðum og tveimur bílskýlum í kjallara, á lóðinni nr 21-25 við Ljósavík.
Stærð: Kjallari 60.2 ferm., 1. hæð 292 ferm., 2. hæð 292 ferm., samtals 644,2 ferm., 1970,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 49.263
Synjað.
Uppfyllir ekki eftirfarandi ákvæði byggingarreglugerðar nr. 441/1998: um anddyri gr. 81.1, um íbúð fyrir hreyfihamlaða gr. 80.6, um geymslur gr. 81, um þvottaaðstöðu gr. 90.1, um íbúðarherbergi gr. 94, auk þess að hafa slæma aðkomu að íbúðum, að kjallara og að leiksvæði, og ófullnægjandi lausnar á bílastæðum.
Jafnframt er vísað til athugasemda á umsóknarblaði.