Skólavörðustígur 6

Verknúmer : BN016880

3462. fundur 1998
Skólavörðustígur 6 , Spilakassar og skilti
Sótt er um leyfi til að koma fyrir spilakössum og setja upp ljósaskilti á húsið á lóðinni nr. 6 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 2.500.
Jafnframt lagður fram úskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. desember 1998 vegna kæru Háspennu ehf, vegna ákvörðunar borgarráðs frá 28. júlí 1998 um að fresta afgreiðslu erindis kærenda um að borgarráð hlutist til um að leyfi til breytinga á fasteigninni Skólavörðustíg 6.
Synjað.
Með einu atkvæði gegn einu. Gunnar L. Gissurarson á móti.
Einar D. Bragason, Arinbjörn Vilhjálmsson og Hilmar Guðlaugsson sátu hjá.
Gunnar L. Gissurarson óskaði bókað:
Undirritaður telur þá starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu óæskilega á þessum stað í borginni. Mótmæli hafa einnig borist við þeirri starfsemi sem fyrirhugðuð er í húsinu. Nú er í vinnslu þróunaráætlun fyrir þetta svæði þar sem tillögur eru um að 70% af húsnæði skulu vera verslun. Með þeirri starfsemi færi verslunarstarfsemin niður fyrir 70%.
Óskar Bergsson óskaði bókað:
Miðað við þær landnotkunarreglur sem í gildi eru á svæðinu, telur formaður að byggingarnefnd beri að samþykkja málið.


62. fundur 1998
Skólavörðustígur 6 , Spilakassar og skilti
Sótt er um leyfi til að koma fyrir spilakössum og setja upp ljósaskilti á húsið á lóðinni nr. 6 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 2.500.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulags- og umferðarnefndar.