Skeifan 8

Verknúmer : BN016595

3447. fundur 1998
Skeifan 8, Stigahús, hæð ofaná og utanhússklæðning
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð úr límtré ofan á húsið byggja nýtt stigahús úr steinsteypu við suðurhlið og klæða allt húsið á lóðinni nr. 8 við Skeifuna að utan með silfurgrárri álklæðningu.
Stærðaraukning: 1836,1 ferm., 7668,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 191.720
Umsögn Borgarskipulags dags. 7. apríl 1998 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.