Lóuhólar 2-6

Verknúmer : BN016434

57. fundur 1998
Lóuhólar 2-6, Smárétta og veitingastaður
Spurt er hvort leyft verði að innrétta veitingastað í vesturhorni hússins nr. 4 á lóðinni nr. 2- 4 við Lóuhóla.
Samþykki eigenda dags. 18. febrúar 1998 fylgir erindinu.
Jákvætt
Að uppfylltum skilyrðum.
Rétt er að taka fram að samþykkt byggingarfulltrúa/byggingarnefndar felur ekki í sér neinar skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar til veitingareksturs.
Þar sem umsækjandi hyggur á veitingastarfsemi í húsnæðinu er honum bent á að sækja ber um leyfi fyrir slíkri starfsemi til Lögreglustjórans í Reykjavík. Embætti Lögreglustjóra fjallar um slíkar leyfisveitingar að fenginni umsögn borgarráðs.
Erindið mun verða kynnt fyrir nágrönnum þegar formleg umsókn hefur verið lögð inn.