Hagamelur 1

Verknúmer : BN016127

3439. fundur 1997
Hagamelur 1, Nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða skólahús úr steinsteypu og að hluta klætt að utan með loftræstri klæðningu vestanvert á lóðinni nr. 1 við Hagamel. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir neðanjarðar tengigangi og breytingum á innra fyrirkomulagi í eldra húsi á lóðinni.
Stærð: kjallari 245 ferm., 1. hæð 657 ferm., 2. hæð 568 ferm., 5894 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 35.089
Umsögn eldvarnaeftirlits, dags. 10. desember 1997 fylgir erindinu
Samþykkt.
Byggingarnefnd tekur undir bókun eldvarnaeftirlits sbr. bréf dags. 10. desember 1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.