Engjateigur 7-9

Verknúmer : BN016005

3437. fundur 1997
Engjateigur 7-9, Skipting lóðar
Egill Guðmundsson, arkitekt, sækir um f.h. Verkfræðingafélagsins og Lífeyrissjóðs VFÍ, leyfi til þess að skipta lóð Verkfræðingahússins að Engjateig 7-9 í tvær sjálfstæðar lóðir samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði mælingadeildar borgarverkfræðings
Engjateigur 7-9: Lóðin er 7263 ferm., sbr. samning um lóðina, þinglesið skjal nr. 24181/86, dags. 30. júlí 1986.
Lóðin skiptist í tvær lóðir, Engjateigur 7: Hluti úr upphaflegu lóðinni 3888 ferm., viðbót, úr óútvísuðu landi 280 ferm., lóðin verður 4168 ferm.
Engjateigur 9: Hluti úr upphaflegu lóðinni 3375 ferm., viðbót úr óútvísuðu landi 77 ferm., tekið af lóðinni undir torg 179 ferm., lóðin verður 3273 ferm. Sjá samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. nóvember 1997 og samþykkt borgarráðs 11. nóvember 1997.
Bílastæðalóð fyrir Engjateig 9:
Bílastæðalóð sunnan Engjateigs, sjá samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. mars 1997 og samþykkt borgarráðs 11. mars 1997, lóðin er 485 ferm.
Samþykkt.