Borgartún 29

Verknúmer : BN014120

3418. fundur 1997
Borgartún 29, Byggingarleyfi fellt úr gildi
Á fundi byggingarnefndar þann 29. ágúst 1996 var fellt úr gildi
byggingarleyfi til handa Eureka hf / Borgartún 29 s.f., sem
samþykkt var í byggingarnefnd 14. mars 1996.
Þar sem breytingar samkvæmt fyrrnefndu byggingarleyfi höfðu þegar
átt sér stað, reyndar unnar í óleyfi, verður að færa
byggingarhluta til upprunalegs horfs.
Með bréfi dags. 18. október 1996 var Eureka hf, gefinn 30 daga
frestur til þess að vinna það verk.
Ekki hefur verið orðið við þeirri kröfu.
Byggingarfulltrúi leggur því til að eigendum Borgartúns 29 s.f.,
verði gefinn 30 daga frestur með vísan til 36. gr. byggingarlaga
nr. 54/1978 til þess að fjarlægja innkeyrsludyr á suðurhlið í
vesturenda koma glugga fyrir í opinu sbr. aðra glugga í hliðinni
og fjarlægja loftræstirör af bakhlið hússins. Verði ekki orðið
við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr. 30.000 á hvern
dag sem það dregst að ljúka verkinu og þær innheimtar í samræmi
við 3. mgr. 36. gr. fyrrnefndra laga. Með vísan til 13. gr.
stjórnsýslulaga er jafnframt lagt til að
eigendum Borgartúns 29 s.f., verði gefinn frestur til 25. þ.m.
til þess að tjá sig um málið.

Byggingarnefnd frestaði tillögunni en samþykkti umsagnarfrest.