Vesturgata 5a

Verknúmer : BN014113

3418. fundur 1997
Vesturgata 5a, Tillaga til aðgerða
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi fram eftirfarandi tillögu til aðgerða vegna
seinagangs við byggingarframkvæmdir á Vesturgötu 5A:
Hinn 24. febrúar 1994 samþykkti byggingarnefnd byggingarleyfi
fyrir flutningshús á lóðinni nr. 5A við Vesturgötu. Botn var
úttekinn hinn 6. júní 1994 og síðasta úttekt er skráð 11.
október 1996. Síðan hafa framkvæmdir legið niðri utanhúss. Með
vísan til 2.mgr. 15. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 með síðari
breytingum svo og 36. gr. sömu laga er lagt til að eiganda
hússins Jarðvegi ehf. verði gefinn frestur til 1. ágúst n.k. til
þess að ljúka öllum framkvæmdum við húsið að utan og fullgera
lóð. Verði þessum fyrirmælum ekki sinnt verði beitt dagsektum
kr. 30.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu.
Dagsektir og kostnaður verði innheimt samkvæmt ákvæði í 3. mgr.
36. gr. byggingarlaga. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga er
jafnframt lagt til að forsvarsmönnum Jarðvegs ehf. verði gefinn
frestur til þess að tjá sig um málið til 12. febrúar nk.
Tjáningarfrestur er nú liðinn án þess að athugasemd hafi verið
gerð.
Því er lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.

Samþykkt.