Vagnhöfði 29

Verknúmer : BN012201

3402. fundur 1996
Vagnhöfði 29, Lóðarmarkabreyting
Gunnlaugur Björn Jónsson, arkitekt, óskar eftir fh. Málmtækni sf,
að fá breytt lóðarmörkum Vagnhöfða 29 sbr. mæliblað
mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 06.06.1996. Um er að ræða
SA horn lóðarinnar, þ.e. horn Bíldshöfða og Höfðabakka.
Samþykkt var á fundi Skipulagsnefndar þann 26.02.1996, að byggt
yrði á umræddu horni og er sótt um stækkun lóðar vegna þeirrar
byggingar sem er um 30 ferm. Ennfremur liggur fyrir samningur
milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar við Málmtækni sf.
gerður þann 03.10.1995, þar sem lagt er til að Málmtækni fái
stækkun lóðar á umræddu horni. Lóðin er 2610 ferm., sbr.
lóðarsamning Litra S29 nr. 157 dags. 31.10.1974. Viðbót við
lóðina 28 ferm. Lóðin verður 2638 ferm. Sjá samþykkt
skipulagsnefndar 20.05.1996 og samþykkt borgarráðs 28.05.1996.

Frestað.
Vísað til athugunar byggingarfulltrúa.